Tónlist

Backstreet Boys koma öllum á óvart með nýju lagi og myndbandi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fáir sem gerðu ráð fyrir því að Backstreet Boys myndu gefa út meira efni.
Fáir sem gerðu ráð fyrir því að Backstreet Boys myndu gefa út meira efni.

Bandaríska ofursveitin Backstreet Boys hefur gefið út nýtt lag og myndband við lagið Don't Go Breaking My Heart.

Lagið kemur út í tilefni af 25 ára afmæli sveitarinnar, en sveitin var ein sú allra vinsælasta í heiminum á tíunda áratuginum.

Meðlimir Backstreet Boys eru þeir AJ McLean, Howie D., Nick Carter, Kevin Richardson og Brian Littrell en þeir hafa skrifað undir plötusamning við útgáfufyrirtækið RCA Records og virðist sem svo að sveitin stefni á heljarinnar endurkomu.

Hér að neðan má hlusta á lagið og sjá myndbandið.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.