Lífið

Segja að Whitney Houston hafi verið misnotuð sem barn

Stefán Árni Pálsson skrifar
Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára.
Houston lést árið 2012, þá aðeins 48 ára. vísir/getty
Heimildarmyndin Whitney verður heimsfrumsýnd þann 6.júlí næstkomandi en í henni er rætt ítarlega við fólk sem tengdist söngkonunni Whitney Houston.

Houston fannst látin í baðkari á hóteli í Los Angeles árið 2012 en talið er að hún hafi látist af of stórum skammti fíkniefna. Þá aðeins 48 ára.

Whitney Houston er talin vera ein allra besta söngkona allra tíma.

Fram kemur í myndinni að Whitney Houston hafi verið kynferðislega misnotuð sem barn af frænku sinni Dee Dee Warwick. Sky greinir frá.

Heimildarmyndin var sýnd á kvikmyndahátíðinni í Cannes um helgina og þar sakar hálfbróðir Houston, Gary Garland-Houston, náskyldan ættingja um að hafa misnotað söngkonuna í barnæsku.

Í myndinni kemur einnig fram að Whitney Houston hafi aldrei sagt móður sinni frá misnotkuninni en Garland-Houston segir að hún hafi verið misnotuð á aldrinum sjö til níu ára en vildi ekki nefna ættingjann á nafn.

Mary Jones, frænka Houston, nafngreinir aftur á móti Dee Dee Warwick í heimildarmyndinni og segist sjálf hafa verið misnotuð af henni.

Dee Dee Warwick er yngri systir soulsöngkonunnar Dionne Warwick og voru þær frænkur Cissy Houston, móðir Whitney.

Hér að neðan má sjá stiklu úr myndinni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×