Innlent

Bein útsending: Kvöldfréttir Stöðvar 2

Ferðamennirnir tveir sem bjargað var ofan af Vatnajökli í nótt voru vondaufir um að þeim yrði bjargað eftir að hafa lent í stóru snjóflóði. Rætt verður við þá í fréttum Stöðvar 2 en mennirnir þurftu að grafa sig í fönn á meðan þeir biðu eftir björgunarsveitum.

Einnig verður rætt við eiganda Dýraríkisins en hann hefur ákveðið að höfða mál á hendur yfirdýralækni MAST fyrir brot á lögum um dýravelferð vegna skrautfugla sem hafa verið tæpa þrjá mánuði í sóttkví.

Þá verður fjallað um skotárásina í Bandaríkjunum og konunglega brúðkaupið í Bretlandi. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×