Innlent

Eldur kom upp í Kríuhólum

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Frá vettvangi í Kríuhólum í morgun.
Frá vettvangi í Kríuhólum í morgun. Vísir/Böddi
Eldur kom upp í Kríuhólum í Breiðholti á ellefta tímanum í morgun.

Varðstjóri hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu segir í samtali við Vísi að tilkynning um eld í íbúð í fjölbýlishúsi við Kríhóla hafi borist klukkan 10:15. Slökkviliðsmenn á vettvangi slökktu eldinn.

Fjórar stöðvar voru sendar á staðinn en tvær sneru síðar við. Slökkviliðsmenn voru enn að reykræsta íbúðina skömmu fyrir 11 í morgun en eldsupptök eru ókunn.

Uppfært klukkan 11:15:

Einn var fluttur til aðhlynningar á sjúkrahús vegna brunans og þá eru einhverjar skemmdir í íbúðinni, að því er fram kemur í dagbók lögreglu sem send var út á tólfta tímanum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×