Innlent

Harmar ranga upplýsingagjöf úr Valhöll

Aðalheiður Ámundadóttir skrifar
Úthringjari í Valhöll gaf rangar upplýsingar.
Úthringjari í Valhöll gaf rangar upplýsingar. Vísir/GVA
„Ég harma það fyrir hönd Varðar og allra Sjálfstæðismanna í Reykjavík að viðkomandi útlendingur hafi fengið þessi skilaboð frá flokknum í þessu símtali,“ segir Gísli Kr. Björnsson, formaður fulltrúaráðs Sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík, vegna fréttar í Fréttablaðinu í gær um að hringt hefði verið úr Valhöll til útlendinga og þeim sagt að þeir hefðu ekki kosningarétt nema þeir hefðu íslenskt ríkisfang.

Sjá einnig: Innflytjendur fá röng boð um kosningarétt

„Við auðvitað hvetjum alla útlendinga sem hafa búið hér nógu lengi til að hafa öðlast kosningarétt til að nota hann og kjósa í komandi kosningum,“ segir Gísli.

Að sögn Gísla hefur málið verið rætt á flokksskrifstofunni og hann segir að búið sé að fara yfir það með þeim sem starfa í úthringingum.




Tengdar fréttir

Innflytjendur fá röng boð um kosningarétt

Innflytjendur fá símtöl frá skrifstofu Sjálfstæðisflokks með upplýsingum um að ríkisborgararétt þurfi til að kjósa í borgarstjórnarkosningum. Innflytjandi á lista Samfylkingar segir meirihluta innflytjenda ómeðvitaðan um kosningarétt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×