Tónlist

Hildur samdi tvö lög með Loreen

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Það verður spennandi að sjá hvort lögin sem komu út úr þessu samstarfi heyrist í útvarpi á næstu misserum.
Það verður spennandi að sjá hvort lögin sem komu út úr þessu samstarfi heyrist í útvarpi á næstu misserum. Vísir/samsett
Söngkonan Hildur sagði frá skemmtilegri uppákomu á Twitter í dag. Hún var mætt til að vinna tónlist með framleiðanda í Los Angeles þegar henni var sagt að annar höfundur myndi bætast í hópinn. Reyndist það vera Eurovision sigurvegarinn Loreen, sem varð fræg þegar hún keppti fyrir hönd Svíþjóðar með laginu Euphoria.

Hildur virðist nokkuð sátt með þetta og vakti þetta óvænta samstarf mikla lukku hjá Twitter fylgjendum hennar.

„Sömdum tvö geggjuð lög,“ skrifar Hildur um árangur dagsins, en ekki fylgir sögunni hvort Loreen hafi verið þar til að semja lag eða texta. Hildur er stödd í Los Angeles í augnablikinu að semja nýja tónlist.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×