Enski boltinn

Línurnar skýrast í fallbaráttunni og Tottenham þarf þrjú stig │ Upphitun

Anton Ingi Leifsson skrifar
Sjö leikir eru á dagskrá í ensku úrvalsdeildinni í dag en 37. umferð fór af stað í gærkvöldi með sigri Manchester United á Brighton á heimavelli.

Boltinn rúllar af stað klukkan 11.30 í dag er Stoke og Crystal Palace mætast á Bet 365-leikvanginum. Stoke þarf  naðsynlega á þremur stigum að halda en liðið er í þremur stigum frá öruggu sæti.

Tottenham spilar við WBA á útivelli. WBA á enn veika von um að halda sæti sínu í deildinni en liðið þarf að vinna báða leikina. Tottenham er fimm stigum á undan Chelsea í baráttunni um Meistaradeildarsæti er liðin eiga þrjá leiki eftir.

Klukkan tvö eru fimm leikir en Swansea heimsækir Bournemouth. Swansea er einungis stigi fyrir ofan Southampton sem er í fallsæti en Southampton spilar við Everton seinni partinn.

Sá leikur verður flautaður á klukkan 16.30 en Everton fer ekki ofar en áttunda sætið. Alla leikina og hvaða leiki má sjá hér neðar en í sjónvarpsglugganum að ofan má sjá veglega upphitun.

Leikir dagsins:

11.30 Stoke - Crystal Palace (Í beinni á Stöð 2 Sport)

14.00 Bournemouth - Swansea

14.00 Leicester - West Ham

14.00 Watford - Newcastle

14.00 WBA - Tottenham (Í beinni á Stöð 2 Sport)

16.30 Everton - Southampton (Í beinni á Stöð 2 Sport)




Fleiri fréttir

Sjá meira


×