Lífið

Júrógarðurinn: Íslenski hópurinn eltur af leynilögreglumönnum

Stefán Árni Pálsson í Lissabon skrifar
Arna og Erla eru heldur betur klárar í slaginn fyrir þriðjudagskvöldið.
Arna og Erla eru heldur betur klárar í slaginn fyrir þriðjudagskvöldið.
Ari Ólafsson kemur fram á fyrra undanúrslitakvöldinu í Eurovision í Lissabon á þriðjudagskvöldið. Þá mun hann flytja lagið Our Choice og kemur hann fram annar í röðinni.

Vísir verður með ítarlega umfjöllun um keppnina næstu dag og er vefþátturinn Júrógarðurinn mættur aftur til leiks en hann verður daglega næstu vikuna. 

Umsjónarmaður þáttarins er Stefán Árni Pálsson sem er staddur út í Lissabon. Hann fær til sín góða gesti í heimsókn á hverjum degi. Fyrstu gestirnir eru bakraddasöngkonurnar Erla Stefánsdóttir og Arna Rún Ómarsdóttir sem eru heldur betur hressar.

Þær sögðu til að mynda frá því þegar íslenski hópurinn skellti sér í skoðunarferð um borgina og portúgalskir leynilögreglumenn eltu hópinn. Öryggisgæslan er mikil í kringum íslenska hópinn en mikil stemming er í mannskapnum. Íslenski hópurinn gengur rauða dregilinn í dag en að þessu sinni verður hann blár.

Fréttastofa Vísis og Stöðvar 2 verður með ítarlega umfjöllun frá Eurovision í Lissabon. Fréttamaðurinn Stefán Árni Pálsson sér um vefþáttinn Júrógarðinn og aðra umfjöllun hér á Vísi og í fréttum Stöðvar 2 á hverjum degi í gegnum alla keppnina.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×