Skoðun

Raunhæfar og skynsamar lausnir

Ingvar Mar Jónsson skrifar
Umferðarmál

Reykvíkingar og þá sérstaklega þeir sem búa í úthverfum eru að eyða miklum tíma í bílum sínum til að komast  til og frá vinnu. Tími fólks er verðmætur og samfélagið er að tapa milljörðum á þessum umferðarteppum.

Uppbygging innviða er dýr.  Í gegnum tíðina hefur verið fjárfest fyrir hundruði milljarða í gatankerfi Reykjavíkur.  Fjárfesting í Borgarlínu er mjög dýr og áhættusöm.  Nú er talað um 70 milljarða króna fjárfestingu en hún gæti hæglega endað í yfir 100 milljörðum.  Samkvæmt rannsóknum Þórðar Víkings Friðgeirssonar lektors við Háskólann í Reykjavík fara opinberar framkvæmdir að meðaltali 45% fram úr kostnaðaráætlun.  Það er óvíst að dýr fjárfesting í Borgarlínunni muni skila tilætluðum árangri og þá sitja Reykvíkingar uppi með óafturkræfan kostnað.

https://nyrspitali.com/index.php?option=com_content&view=article&id=83:storverkefni-fara-fram-ur-aaetlun&catid=30&Itemid=190

Skynsama leiðin í samgöngumálum er að nýta þá innviði sem þegar eru til staðar með hagkvæmari hætti.  T.d. með því að hafa frítt í strætó og greiða samgöngustyrki til háskólanema gegn því að þeir noti vistvæna samgöngumáta, sem er að ganga, hjóla eða taka strætó.  Þannig myndi nýting á strætó aukast sem svo gerði það að verkum að færri bílar yrðu á götunum.  Þetta mun leiða til minni umferðartafa og meiri lífsgæða fyrir Reykvíkinga og þá sérstaklega þá sem búa í úthverfum. 

Menntun

Unga kynslóðin er dýrmæt.  Það er lykilatriði að grunnskólar borgararinnar undirbúi börnin okkar fyrir þá tæknibyltingu sem framundan er, þar sem stór hluti af þeim störfum sem eru til núna verða farin á næstu áratugum.  Það er óásættanlegt að einn þriðji hluti 15 ára drengja geti ekki lesið sér til gagns.  Góðir kennarar eru lykillinn að góðu menntakerfi.  Um helmingur allra kennaramenntaðra er ekki að vinna við kennslu og það er fyrirsjáanlegur kennaraskortur á næstu árum.  Við verðum að snúa þessari þróun við með því að greiða kennurum hærri laun og veita þeim meira sjálfstæði til þess að móta og þróa sín störf.  Það hefur verið gert í Finnlandi með góðum áragri en þar njóta kennarar mikillar virðingar í samfélaginu. 

https://www.ruv.is/frett/30-prosent-geta-ekki-lesid-ser-til-gagns



Flugvöllurinn

Hagkerfi okkar Íslendinga byggir mjög á flugstarfsemi og ferðamönnum.  Að hafa tvo flugvelli á suður- eða suðvesturlandi er nauðsynlegt vegna öryggis fyrir flugsamgöngukerfi Íslands.  Það kostar hundruði milljarða króna að reisa nýjan flugvöll í Hvassahrauni.  Hver á að fjármagna það? Hvaðan eiga iðnaðarmennirnir að koma?  Hvernig eigum við að byggja íbúðir fyrir unga fólkið ef stór hluti iðnaðarmanna er við vinnu í Hassahrauni?  Reykjavíkurflugvöllur stendur í mýri og þar er djúpt niður á klöpp.  Ef við viljum byggja ódýrar íbúðir fyrir unga fólkið, þá eru margir staðir betur til þess fallnir en Vatnsmýrin.

Ingvar Mar Jónsson, flugstjóri og oddviti Framsóknar í borgarstjórnarkosningum 2018




Skoðun

Skoðun

Al­einn í heiminum?

Lukka Sigurðardóttir,Katrín Harðardóttir ,Margrét Kristín Blöndal skrifar

Sjá meira


×