Innlent

Framlag fram í Bolungarvík

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Frá Bolungarvík.
Frá Bolungarvík. Vísir/pjetur
Stjórnmálahreyfingin Framlag mun bjóða fram lista undir listabókstafnum Y í komandi sveitakstjórnarkosningum í Bolungarvík.

Í tilkynningu frá hreyfingunni segir að Framlag leggi tilhugmyndafræði sem stefni að því að koma á fót nýju stjórnkerfi þar sem bæjarbúar taka virkari þátt í stjórnun og ákvarðanatöku bæjarins.

„Ekki er um að ræða stjórnmálaflokk eða eiginlegan framboðslista, heldur hóp fólks sem vill leggja sig fram við að finna leiðir til að auka sjálfræði bæjarbúa og aðkomu þeirra að bæjarmálum. Framlag leggst gegn flokkapólitík og persónukjöri en hvetur þess í stað til aukinnar samvinnu, almennrar meðvitundar um bæjarmálin og einingar innan bæjarfélagsins,“ segir í tilkynningunni.

Frambjóðendur Framlags má sjá hér að neðan.

1. Jón Hafþór Marteinsson

2. Nikólína Beck Þorvaldsdóttir

3. Bjarni Pétursson

4. Linda Dröfn Gunnarsdóttir

5. Auðun Jóhann Elvarsson

6. Kristinn Orri Hjaltason

7. Hálfdán Guðröðsson

8. Jón Marteinn Guðröðsson

Sveitarstjórnarkosningar fara fram þann 26. maí. Framboð geta sent upplýsingar um lista ásamt mynd á ritstjorn@visir.is.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×