Innlent

Lægðir á leiðinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er súld handan við hornið.
Það er súld handan við hornið. Vísir/eyþór
Éljagangi síðustu daga er nú lokið í bili að sögn Veðurstofunnar og við tekur heldur hlýrri suðlæg átt í dag með rigningu eða súld, en úrkomulítið veður verður norðaustantil.

Hitinn nær allt að 10 stigum á Austurlandi en það verður heldur svalara annars staðar á landinu. Það stefnir svo í „sæmilegasta veður“ á morgun, frekar hæg austlæg átt og áfram nokkur væta, einkum sunnan- og ausatntil, og úrkomulítið veður fyrir norðan þar til annað kvöld. Hitatölur verða víða á uppleið, nema austast þar sem þær lækka dálítið.

Að sögn Veðurstofunnar mun komandi vinnuvika bjóða upp á nokkrar lægðir með vætu í flestum landshlutum og austlægri eða breytilegri vindátt. Stíf norðaustanátt með svölu veðri gæti náð inn á Vestfirði um miðja viku og fram að helgi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga



Á miðvikudag:

Norðaustan 10-15 m/s NV-til á landinu, annars hægari vindur. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt V-lands. Hiti 2 til 10 stig, kaldast á Vestfjörðum.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):

Breytileg átt og væta í flestum landshlutum, en allhvöss NA-átt á Vestfjörðum. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:

Austlæg átt og rigning, einkum SA-til, en úrkomulítið N- og V-lands. Hiti 5 til 12 stig.

Á laugardag:

Austlæg átt og milt veður. Skýjað með köflum og dálítil væta SA-lands.

Á sunnudag:

Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×