Innlent

Lægðir á leiðinni

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Það er súld handan við hornið.
Það er súld handan við hornið. Vísir/eyþór

Éljagangi síðustu daga er nú lokið í bili að sögn Veðurstofunnar og við tekur heldur hlýrri suðlæg átt í dag með rigningu eða súld, en úrkomulítið veður verður norðaustantil.

Hitinn nær allt að 10 stigum á Austurlandi en það verður heldur svalara annars staðar á landinu. Það stefnir svo í „sæmilegasta veður“ á morgun, frekar hæg austlæg átt og áfram nokkur væta, einkum sunnan- og ausatntil, og úrkomulítið veður fyrir norðan þar til annað kvöld. Hitatölur verða víða á uppleið, nema austast þar sem þær lækka dálítið.

Að sögn Veðurstofunnar mun komandi vinnuvika bjóða upp á nokkrar lægðir með vætu í flestum landshlutum og austlægri eða breytilegri vindátt. Stíf norðaustanátt með svölu veðri gæti náð inn á Vestfirði um miðja viku og fram að helgi.

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á miðvikudag:
Norðaustan 10-15 m/s NV-til á landinu, annars hægari vindur. Rigning með köflum, en yfirleitt þurrt V-lands. Hiti 2 til 10 stig, kaldast á Vestfjörðum.

Á fimmtudag (uppstigningardagur):
Breytileg átt og væta í flestum landshlutum, en allhvöss NA-átt á Vestfjörðum. Hiti breytist lítið.

Á föstudag:
Austlæg átt og rigning, einkum SA-til, en úrkomulítið N- og V-lands. Hiti 5 til 12 stig.

Á laugardag:
Austlæg átt og milt veður. Skýjað með köflum og dálítil væta SA-lands.

Á sunnudag:
Útlit fyrir suðaustanátt með rigningu.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.