Enski boltinn

Juventus mun ekki standa í vegi fyrir Allegri

Anton Ingi Leifsson skrifar
Er Allegri að fara á Emirates?
Er Allegri að fara á Emirates? vísir/afp
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, sem er talinn efstur á óskalista Arsenal ásamt Luis Enrique ætlar að setjast niður með forráðamönnum Juventus og fara yfir stöðuna.

Juventus er sex stigma á undan Napoli á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Þeir þurfa einungis eitt stig gegn Roma á sunnudag til þess að tryggja sér sjöunda meistaratitilinn í röð.

Allegri var talinn ofarlega á óskalista Arsenal eins og Vísir greindi frá í dag en Lundúnar-liðið leitar nú eftirmanns Arsene Wenger sem á einn leik eftir sem stjóri Arsenal.

Allegri mun ræða við formann og stjórnarformann Juventus í lok leiktíðarinnar en hann á eitt ár eftir af samningi sínum. Juventus vill halda Allegri en hefur sagt að þeir munu ekki standa í vegi fyrir honum vilji hann fara.

Juventus getur unnið tvennuna á Ítalíu en liðið mætir AC Milan, sem Allegri þjálfaði áður en hann kom til Juventus, á miðvikudag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×