Enski boltinn

Arsenal ætlar að ráða nýjan stjóra fyrir HM

Anton Ingi Leifsson skrifar
Wenger er að hætta en hver tekur við?
Wenger er að hætta en hver tekur við? vísir/getty
Arsenal stefnir á það að ráða inn nýjan stjóra áður en heimsmeistaramótið hefst í næsta mánuði. Nokkrir hafa verið nefndir til sögunnar.

Arsene Wenger hætti í sumar eftir 22 ár í starfi en liðið leitar nú eftirmanns hans. Síðasti leikur Arsenal með Wenger á hliðarlínunni verður gegn Huddersfield á útivelli um næstu helgi.

Arsenal hefur ekki neinn tímaramma á að ráða inn stjóra en liðið stefnir þó á að klára það áður en HM í Rússlandi hefst þann 14. janúar.

Í gær var greint frá því að Luis Enrique, fyrrum stjóri Barcelona, og Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, væru efstir á blaði stjórnarmanna Arsenal en ekki er víst hvort að þeir vilji starfið.

Aðrir sem hafa verið nefndir til sögunnar eru þeir Mikel Arteta og Patrick Viera en báðir eru þeir fyrrum leikmenn Arsenal.

Stjóri Monaco, Leonardo Jardim, og þrefaldur meistari í Meistaradeildinni, Carlo Ancelotti, eru einnig sagðir á blaði Arsenal.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×