Enski boltinn

Messan: „Hugsaðu geðveikina að láta aðstoðardómarann taka þessa ákvörðun“

Anton Ingi Leifsson skrifar
Hjörvar Hafliðason, sparkspekingur, lýsti yfir ánægju sinni með marklínutæknina í Messunni á sunnudagnin en hún kom að góðum notum fyrir Brighton í 1-0 sigrinum á Man. Utd um helgina.

Eftir darraðadans í teig United fór boltinn yfir línuna en Marcus Rojo reyndi að hreinsa boltanum í burtu. Dómarinn, Craig Pawson, fékk grænt ljós á úrið sitt sem gaf til að kynna að boltinn hafi farið inn og því dæmdi hann mark.

Hjörvar er ánægður með tæknina og segir að það hafi verið afar erfitt fyrir aðstoðardómarana sem tóku ákvörðunina hér áður fyrr um að dæma hvort boltinn hafi farið inn fyrir línuna eða ekki.

„Ég er mjög mikill aðdáandi. Þetta hefði aldrei verið mark. Hugsaðu geðveikina að láta aðstoðardómarann að láta aðstoðardómara sem er þrjátíu metrum frá taka ákvörðunina,” sagði Hjörvar.

Umræðuna má sjá í spilaranum hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×