Enski boltinn

Adam: Nokkrir leikmenn hafa verið að komast upp með morð

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Adam er ekki ánægður með félaga sína.
Adam er ekki ánægður með félaga sína. vísir/getty
Miðjumaður Stoke City, Charlie Adam, er miður sín yfir því að liðið sé fallið úr ensku úrvalsdeildinni en segir það ekki vera skrítið miðað við vinnuframlag ákveðinna leikmanna.

Stoke hefur ekki unnið í síðustu þrettán leikjum sínum og tíu ára veru félagsins í efstu deild lauk um síðustu helgi.

„Þetta er vandræðalegt því við hefðum aldrei átt að koma okkur í þessa stöðu. Í hópnum eru sjö til átta menn að gefa sitt allra besta en það dugði ekki til,“ sagði Adam en hann segir sökina liggja hjá nokkrum leikmönnum liðsins.

„Skortur á aga hjá ákveðnum leikmönnum er vandræðalegur. Ég skal vera heiðarlegur við stuðningsmennina og viðurkenna að ákveðnir leikmenn hafa verið að komast upp með morð í langan tíma. Það er erfitt fyrir stuðningsmennina að sætta sig við það.  Þá er ég að tala um svona fjóra til fimm leikmenn.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×