Enski boltinn

Sjáðu markið sem fór langt með að tryggja sæti Southampton og felldi WBA

Anton Ingi Leifsson skrifar
Mark Manolo Gabbiadini á 72. mínútu fyrir Southampton í leik liðsins gegn Swansea hafði ansi mikil áhrif á stöðu liðanna í ensku úrvalsdeildinni.

Leikurinn var frestaður leikur úr 31. umferðinni og Southampton lyfti sér með sigrinum upp í sextánda sætið. WBA féll með þessum úrslitum þrátt fyrir að hafa ekki spilað í gær.

Hagstæð markatala gerir það að verkum að Southampton getur nánast ómögulega fallið en allt þarf að ganga á afturfótunum í síðustu umferðinni fari svo að Southampton fari niður.

Staðan fyrir lokaumferðina í botnbaráttunni (sæti - makatala - stig - leikir):

16.sæti / Southampton / -18 / 36 stig / 37 leikir

17.sæti / Huddersfield / -29 / 36 stig / 36 leikir

18.sæti / Swansea / -27 / 33 stig / 37 leikir

19.sæti / WBA / -31 /  31 stig / 37 leikir FALLIÐ

20.sæti / Stoke / -34 / 30 stig / 31 stig FALLIÐ

Stöðuna fyrir lokaumferðina má sjá hér að ofan en Huddersfield á tvo leiki eftir. Þeir spila gegn Chelsea á morgun og Arsenal á laugardag, Swansea spilar gegn Stoke á heimavelli og Southampton mætir Manchester City á heimavelli.

Mark Gabbiadini úr leiknum í gærkvöldi má sjá hér að neðan eða með því að smella hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×