Ramos í ruglinu á sínum gamla heimavelli

Arnar Geir Halldórsson skrifar
vísir/getty
Real Madrid heimsótti Sevilla í spænsku úrvalsdeildinni í fótbolta í kvöld og átti möguleika á að koma sér upp í 2.sæti deildarinnar með sigri.

Heimamenn byrjuðu leikinn hins vegar betur og voru tveimur mörkum yfir í leikhléi eftir mörk frá Wissam Ben Yedder og Miguel Layun.

Síðari hálfleikurinn var aldeilis viðburðarríkur og þá sérstaklega hjá Sergio Ramos. Hann klúðraði vítaspyrnu á 58.mínútu og skoraði svo sjálfsmark á 84.mínútu. Staðan þá orðin 3-0 fyrir Sevilla. 

Borja Mayoral minnkaði muninn skömmu síðar og í uppbótartíma var aftur dæmd vítaspyrna til Real Madrid. Ramos fór aftur á vítapunktinn og skoraði en nær komust Madridingar ekki. Lokatölur 3-2.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira