Manchester United tryggði annað sætið með jafntefli

Einar Sigurvinsson skrifar
Chris Smalling og Paul Pogba voru einu útileikmenn Manchester United sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu.
Chris Smalling og Paul Pogba voru einu útileikmenn Manchester United sem héldu sæti sínu í byrjunarliðinu. Vísir/Getty
Ekkert mark var skorað þegar West Ham tók á móti Mancehster United í ensku úrvarlsdeildinni í kvöld. Lauk því leiknum með 0-0 jafntefli en með stiginu tryggði Manchester sér 2. sæti deildarinnar.

Byrjunarlið West Ham var óbreytt frá sigri liðsins gegn Leicester í síðustu umferð. Manchester United gerði aftur á móti átta breytingar á liði sínu frá tapleiknum gegn Brighton. Aðeins David de Gea, Chris Smalling og Paul Pogba héldu sæti sínu í byrjunarliðinu.

Manchester United sótti stíft að marki West Ham í fyrri hálfleik en Adrian var öryggið uppmálað í marki gestanna og varði hvert skotið á fætur öðru.

Heilt yfir var Manchester United betra lið vallarins. Liðið var meira með boltann í leiknum og átti 16 skot á móti níu skotum West Ham. Það dugði hinsvegar ekki til þess að skora og skildu liðin því jöfn.

Eftir leikinn í kvöld er Manchester United í 2. sæti deildarinnar með fjögurra stiga forskot á Tottenham í 3. sætinu þegar einungis ein umferð er eftir. West Ham situr í 15. sæti deildarinnar og hefur að litlu að keppa eftir að hafa tryggt sæti sitt í deildinni.

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira