Enski boltinn

Ian Wright: Wenger var látinn fara

Dagur Lárusson skrifar
Ian Wright.
Ian Wright. vísir/getty
Ian Wright, fyrrum leikmaður Arsenal og nú álitsgjafi hjá BBC, segist vera sannfærður um það að Arsene Wenger hafi verið látinn fara en ekki að hann hafi sjálfur ákveðið að láta af störfum.

Eins og flestir vita þá tilkynnti Wenger það í gær að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið en Wright segir að Wenger sé maður sem stendur alltaf við samninga.

„Wenger er heiðarlegur maður og þess vegna tel ég að hann hafi verið látinn fara því hann stendur við alla samninga eins og hann hefur alltaf gert.“

„Í gegnum árin hefur Wenger þurft að þola svo mikið hatur en það hefur hinsvegar aldrei hvarflað að honum að hætta og þess vegna dreg ég þetta í efa.“

„Það er leiðinlegt að þetta hafi endað svona og ég held að við munum aldrei vita fyrir víst hvað virkilega gerðist vegna þess að þeir munu benda á hvorn annan.“

„Þetta er einfaldlega bara mjög skrýtið. Einn daginn er hann að halda fréttamannafund þar sem hann nefnist ekki á þetta og daginn eftir kemur þessi tilkynning, það er eitthvað bogið við þetta.“


Tengdar fréttir

Viera: Ánægður þar sem ég er

Patrick Viera, fyrrum fyrirliði Arsenal og nú stjóri New York City, segir að það sé algjör heiður að vera orðaður við stjórastöðu Arsenal en hann sé hinsvegar mjög ánægður þar sem hann er.

Özil: Wenger var ástæðan afhverju ég kom

Mesut Özil, leikmaður Arsenal, hefur farið fögrum orðum um stjóra sinn Arsene Wenger sem tilkynnti það í gær að hann myndi hætta með liðið eftir tímabilið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×