Íslenski boltinn

Breiðablik vill Lennon

Anton Ingi Leifsson skrifar
Lennon í leik með FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð.
Lennon í leik með FH í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á síðustu leiktíð. vísir/stefán
Fótboltamiðillinn 433.is greinir frá því á vef sínum fyrr í dag að Breiðablik sé að ræða við Steven Lennon, framherja FH, en Kópavogsliðið er sagt vilja klófesta Skotann.

Samningur Lennon við FH rennur út í haust en ný samþykktar reglur segja til um að önnur lið mega byrja ræða leikmenn, sex mánuðum áður en samningur þeirra rennur út.

Leikmaðurinn á hins vegar að tilkynna stjórninni hjá því félagi sem hann spilar hjá á þeim tíma að hann vilji ræða við annað félag en fyrr í vetur reyndi Breiðablik að kaupa Lennon. Því var hafnað.

433.is ræddi við Jón Rúnar Halldórsson, formann FH, en hann sagði frá því að Hafnarfjarðarliðið væri að ræða við Lennon um að framlengja núverandi samning.

„Við erum í viðræðum við leikmanninn og vonumst til að halda honum. Á meðan getur hann ekki verið að ræða við önnur félög. Maður heyrir ýmislegt en mér er svo sem sama hvað fólk segir á göngu niður Laugaveginn,” sagði Jón Rúnar.

Keppni í Pepsi-deildinni hefst um næstu helgi en það verður fróðlegt að fylgjast með framvindunni hvar Steven Lennon spilar á næstu leiktíð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×