Enski boltinn

Harry Kane efstur á óskalista Real Madrid

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Harry Kane gæti farið úr hvítu í hvítt en á Spáni.
Harry Kane gæti farið úr hvítu í hvítt en á Spáni. vísir/getty
Harry Kane, framherji Tottenham í ensku úrvalsdeildinni í fótbolta, er efstur á óskalista Real Madrid og mun félagið líklega gera tilboð í hann í sumar.

Þessu heldur Ramón Calderón fram en hann er fyrrverandi forseti Real Madrid og veit alltaf hvað er að gerast innan herbúða spænska stóveldisins.

Kane er samningsbundinn Tottenham til ársins 2022 en það hefur nú aldrei stoppað Real Madrid sem að syndir í peningum og gerir jafnan allt sem hægt er til að landa þeim bitum sem félagið vill fá.

„Markmið Real Madrid er án nokkurs vafa að kaupa Harry Kane,“ segir Calderón í viðtali við breska götublaðið The Sun.

„Ef Real er að leita að leikmanni til að leiða framtlínuna næstu fimm til sex árin mun það reyna að kaupa Kane en Daniel Levy, stjórnarformaður Tottenham, mun biðja um fúlgur fjár fyrir hann.“

„Eftir því sem að ég best veit er Tottenham ekki tilbúið að selja og það sama á við um Bayern og Lewandowski. Bæjarar hafa sagt að Lewandowski verði áfram en maður hefur svo sem heyrt menn segja svona áður en að leikmenn eru svo seldir,“ segir Ramón Calderón.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×