Handbolti

Steinunn mikilvægasti leikmaðurinn

Anton Ingi Leifsson skrifar
Steinunn hefur verið mögnuð.
Steinunn hefur verið mögnuð. vísir/eyþór

Steinunn Björnsdóttir, varnar- og línumaður Fram, var valinn mikilvægasti leikmaður í úrslitakeppni Olís-deildar kvenna. Valið er af HSÍ.

Þetta var tilkynnt í lok leiks Fram og Vals í Safamýrinni í kvöld en Fram vann 26-22 sigur. Sá sigur tryggði þeim 3-1 sigur í rimmunni og þar af leiðandi Íslandsmeistaratitil.

Steinunn var ekki með Fram í fyrri hluta mótsins en hún eignaðist barn um jólin. Hún kom afar sterk á ný inn í Fram-liðið og var algjörlega frábær í liði Fram bæði í vörn og sókn.

Þetta var annað árið í röð sem Fram varð Íslandsmeistari og í 22. sinn í sögunni sem Fram var Íslandsmeistari.

Meira er hægt að lesa um leikinn hér.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.