Íslenski boltinn

KR-ingar minna á yfirburði sína í íslenskum fótbolta fyrir stórleikinn í kvöld

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Óskar Örn Hauksson og félagar fara af stað gegn Val í kvöld.
Óskar Örn Hauksson og félagar fara af stað gegn Val í kvöld. Vísir/stefán
Pepsi-deildin 2018 fer af stað í kvöld með tveimur leikjum en stórleikur fyrstu umferðar er stórveldaslagur Vals og KR sem fram fer á Hlíðarenda í kvöld klukkan 20.00 en upphitun fyrir leikinn hefst á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30.

Valsmönnum er spáð sigri á Íslandsmótinu af nánast öllum og kemur KR því sem litla liðið og rúmlega það til leiks í kvöld. Miðað við spár kæmi engum á óvart ef KR næði ekki Evrópusæti þrátt fyrir endurkomu Rúnars Kristinssonar.

Twitter-reikningur KR-inga hefur hitað upp fyrir Pepsi-deildina með skemmtilegri niðurtalningu þar sem tölur eru settar í sögulegt samhengi. Eins og þegar að fjórir dagar voru í mót kom það fram að þrír leikmenn hafa skorað fjögur Evrópumörk fyrir KR.

Gærdagurinn og dagurinn í dag var meira notaður til að minna KR-inga á að þrátt fyrir að umtalið sé þannig að KR eigi ekki séns í kvöld og verði ekki í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn í sumar er þetta stærsta og sigursælasta félag landsins.

Í gær, þegar að einn dagur var í mótið, var einfaldlega sagt að KR ætti heima í fyrsta sæti og númer eitt væri þar sem KR myndi enda í sumar. Í dag, þegar 0 dagar eru í mót, voru önnur lið minnt á það að það er einmitt fjöldi liða sem hefur unnið fleiri titla en KR í sögunni.

KR á að baki 26 Íslandsmeistaratitla og fjórtán bikarmeistaratitla. Eins og segir í lagi KR-inga sem sungið er í stúkunni: „Unnið titilinn oftast, bikarinn oftast, oftar en allir aðrir!“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×