Tónlist

Hárkollur og nútímadans í nýju myndbandi Jóns Jónssonar

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Hvor er meira heillandi - sköllótur Jón Jónsson eða síðhærður Friðrik Dór?
Hvor er meira heillandi - sköllótur Jón Jónsson eða síðhærður Friðrik Dór? skjáskot

Jón Jónsson hefur gefið út myndband við lag sitt Dance With Your Heart.

Í myndbandinu má sjá söngvarann og bróður hans, Friðrik Dór Jónsson, bregða á leik í húsakynnum Ríkissjónvarpsins í Efstaleiti.

Ekki aðeins sjást þeir skarta hárkollu og skalla heldur eru þeir bræður sagðir hafa æft nútímadans í 4 daga til þess að geirnegla réttu sporin. Jón Jónsson hefur núna rakað af sér allt hárið og er í dag snoðaður eftir að hafa gert þetta myndband. 

Myndbandinu er leikstýrt af Frey Árnasyni og Erla Rut Mathiesen aðstoðaði Jón og Friðrik við dansinn.

Myndbandið má sjá hér að neðan.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.