Erlent

Lögregluhundur batt enda á bílaeltingaleik

Kristín Ólafsdóttir skrifar
Hundurinn, sem er greinilega þrautþjálfaður, gerði sér lítið fyrir og stökk inn um glugga á bílnum.
Hundurinn, sem er greinilega þrautþjálfaður, gerði sér lítið fyrir og stökk inn um glugga á bílnum. Skjáskot/BBC
Lögregluhundur aðstoðaði mennska samstarfsmenn sína við að handsama mann, sem lögregla hafði lengi veitt eftirför, í Los Angeles í Kaliforníu-ríki í Bandaríkjunum á dögunum.

Í myndbandi, sem birt var á vef breska ríkisútvarpsins, sést hvernig maðurinn ók bíl sínum afar hratt og glæfralega, stundum jafnvel á móti umferð, á hraðbraut í Los Angeles.

Að lokum náðu lögreglumenn að króa ökumanninn af og skutu sérstökum skotum í rúðu á bílnum svo hún brotnaði. Að því búnu var lögregluhundurinn sendur af stað og gerði hann sér lítið fyrir og stökk inn um opinn gluggann.

Hundurinn aðstoðaði svo samstarfsmenn sína við að draga manninn út úr bílnum. Myndband BBC af atvikinu má sjá hér að neðan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×