Enski boltinn

23. titill Guardiola og fyrsti spænski stjórinn til að vinna úrvalsdeildina

Anton Ingi Leifsson skrifar
Guardiola getur leyft sér að fagna í kvöld.
Guardiola getur leyft sér að fagna í kvöld. vísir/afp
Pep Guardiola, stjóri Manchester City, vann í dag sinn 23. titil á sínum ferli sem knattspyrnuþjálfari en ótrúlegur árangur Guardiola heldur áfram.

Guardiola hefur unnið deildina í þeim löndum sem hann hefur þjálfað í sjö af síðustu níu skiptum en hann er fyrsti spænski þjálfarinn til að vinna ensku úrvalsdeildina.

Hann hefur unnið Meistaradeildina í tvígang en í bæði skiptin gerði hann það þegar hann var með Lionel Messi og félaga í spænska stórliðinu, Barcelona.

Ótrúlegan árangur Guardiola má sjá hér að neðan en þar er búið að taka saman alla þá titla sem spænski snillingurinn hefur unnið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×