Lífið

Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk ferðast um Ísland

Þórdís Valsdóttir skrifar
Tony Hawk er 49 ára gamall, hann er hér á landi í fríi.
Tony Hawk er 49 ára gamall, hann er hér á landi í fríi. Vísir/getty
Hjólabrettagoðsögnin Tony Hawk er staddur hér á landi um þessar mundir og hefur deilt myndum af dvöl sinni hér með fylgjendum sínum á samfélagsmiðlum. Hann ferðaðist hingað fyrir fjórum dögum síðan en ekki er vitað hversu lengi hann hyggist dvelja á landinu.

Hawk er staddur hér á landi ásamt fjölskyldu sinni og virðist hafa farið víða um land á síðustu dögum. Hann hefur birt myndir af Reynisfjöru, Skógafossi og fleiri vinsælum ferðmannastöðum bæði á Twitter síðu sinni og á Instagram.

Af Instagramreikningi hans að dæma hefur kappinn skellt sér á hjólabretti hjá íþróttafélaginu Jaðar sem staðsett er í Dugguvogi í Reykjavík. Hann birti í gær myndbönd af íslenskum hjólabrettaköppum leika listir á hjólabrettapöllum.

Tony Hawk er einn frægasti hjólabrettakappi allra tíma en hann fæddist árið 1968 í Kaliforníu. Hann var fyrsti hjólabrettakappinn sem tókst að framkvæma hið svokallaða „900 stökk“ og hefur unnið fjölmargar keppnir á sínu sviði.

Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Hawk heimsækir Íslands en hann kom einnig hingað árið 2015 og skellti sér á bretti með aðdáendum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×