Lífið

Rándýr kroppasýning á Íslandsmótinu í fitness og vaxtarrækt

Stefán Árni Pálsson skrifar
Keppendur í fantaformi.
Keppendur í fantaformi. myndir/mummi lú
Hið árlega Íslandsmót í fitness og vaxtarrækt fór fram í Háskólabíói á Skírdag en keppt var í 18 flokkum. Alls tóku um áttatíu keppendur þátt á mótinu í heild sinni og segja viðstaddir að það hafi verið hið glæsilegasta.

Margir af betri keppendum Íslands stigu á svið í sínu besta formi en helstu úrslit voru:

Bergrós Kristjánsdóttir varð heildarmeistari í fitness kvenna. Helgi Bjarnason varð heildarmeistari í vaxtarrækt karla og Ognjen Petrovic varð heildarmeistari í Sportfitness.

Kristjana Huld Kristinsdóttir varð heildarsigurvegari í módelfitness.  María Rist Jónsdóttir varð Íslandsmeistari í Wellness flokki og Alda Hauksdóttir varð Íslandsmeistari í Ólympíufitness

Þess má geta að Bergrós Kristjánsdóttir, Inga Hrönn Ásgeirsdóttir, Ása Hulda Oddsdóttir og Gréta Jóna Vignisdóttir halda svo til Noregs til að keppa á Oslo grand prix sem haldið er næstu helgi.

Hér að neðan má sjá myndband og ljósmyndir frá keppninni en það var Mummi Lú sem fangaði þessar flottu myndir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×