Umfjöllun, viðtöl og myndir: Keflavík - Valur 77-88 | Valur náði heimavallarréttinum

Magnús Einþór Áskelsson skrifar
Úr leik liðanna fyrr í kvöld.
Úr leik liðanna fyrr í kvöld. vísir/andri
Valur sótti sigur suður með sjó gegn Keflavík í fyrsta leik í undanúrslitum Domino's-deildar kvenna í kvöld, 77-88.

Valskonur byrjuðu leikinn vel en heimamenn voru fljótir að svara fyrir sig og náðu átta stiga forystu þegar lítið var eftir fyrsta leikhluta. Þá komu gestirnir aftur með áhlaup og skoruð sjö síðustu stig leikhlutans og munaði því aðeins einu stigi á liðunum þegar leikhlutanum lauk.

Valur hélt uppteknum hætti og skoraði fyrstu fjögur stig annars leikhluta og náði því 11-0 spretti. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, brást við með því að taka leikhlé sem virtist hafa góð áhrif á hans lið. Vörn Keflavíkur varð betri sem skilaði heimakonum fleiri stigum eftir hraðaupphlaup. Leikurinn var því áfram jafn og spennandi fram í síðari hálfleik.

Gestirnir úr höfuðborginni spiluðu virkilega vel í þriðja leikhluta og náðu undirtökunum í leiknum með því að halda lykilmönnum Keflavíkur, þeim Thelmu Dís Ágústsdóttur og Brittanny Dinkins, stigalausum. Valskonur hittu að sama skapi vel með Aalyah Whiteside í broddi fylkingar.

Valur var með sex stiga forystu í upphafi fjórða leikhluta og náði Keflavík aldrei að brúa bilið. Sterk vörn Vals hélt Dinkins í skefjum og gerði Bergþóra Holton Tómasdóttir endanlega út um leikinn fyrir Val með tveimur þriggja stiga körfum undir lokin.

Af hverju vann Valur?

Valskonur spiluðu frábæra vörn á Brittanny Dinkins sem skoraði aðeins tólf stig í kvöld sem er töluvert frá hennar meðaltali. Sóknarleikurinn gekk líka vel þar sem Keflavíkurkonur réðu ekkert við Aalyah Whiteside sem var hreint mögnuð í kvöld.

Bestu menn vallarins

Fyrir heimakonur var Thelma Dís Ágústdóttir stigahæðst með 22 stig. Brittanny Dinkins var með 12 stig og 14 stoðsendingar.

Fyrir gestina var Alyah Whiteside frábær en hún skoraði 39 stig og tók 15 fráköst. Hallveig Jónsdóttir skoraði 13 stig.

Tölfræði sem vakti athygli

Þriggja stiga nýting Vals var hreint út sagt frábær í kvöld en þær hittu 50 prósent (11/22) skota sinna fyrir utan línuna. Að sama skapi átti Keflavík ekki sinn besta dag en skotnýting heimamanna utan þriggja stiga línunnar var aðeins 20 prósent (7/34). 

Hvað gekk illa?

Keflavíkurkonur réðu ekkert við Aalyah Whiteside í kvöld. Valskonur náðu oft að finna hana á blokkinni sem reyndist þeim erfitt að eiga við. Skotnýting Keflavíkur fyrir utan þiggja stiga línuna var virkilega slök því mörg af þessum skotum vour galopin.

Keflavík-Valur 77-88 (23-22, 15-16, 15-21, 24-29)

Keflavík:
Thelma Dís Ágústsdóttir 22/9 fráköst, Birna Valgerður Benónýsdóttir 17/5 fráköst, Brittanny Dinkins 12/8 fráköst/14 stoðsendingar, Erna Hákonardóttir 8/4 fráköst, Irena Sól Jónsdóttir 8, Salbjörg Ragna Sævarsdóttir 7/7 fráköst, Elsa Albertsdóttir 3/4 fráköst.

Valur: Aalyah Whiteside 39/15 fráköst, Hallveig Jónsdóttir 13, Bergþóra Holton Tómasdóttir 9, Dagbjört Dögg Karlsdóttir 9/4 fráköst, Guðbjörg Sverrisdóttir 8/6 fráköst, Elín Sóley Hrafnkelsdóttir 6/4 fráköst, Dagbjört Samúelsdóttir 2/7 fráköst, Ragnheiður Benónísdóttir 2.

Andri Marinó Karlsson, ljósmyndari Vísis, var í Keflavík í kvöld og tók myndirnar í fréttinni.

Birna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri
Darri: Nú þurfum við bara að vinna tvo í viðbót

Darri Freyr Atlason þjálfari Vals sagði eftir leik að það hafi nánast allt gengið upp sem lagt var fyrir leik í kvöld. 

„Maður reynir að gera fullt af hlutum svo vonar maður það besta en það gekk nógu mikið upp til að við næðum sigri í kvöld,” sagði hann.

Valskonur virðast vera komnar með tak á Brittanny Dinkins en hún skoraði aðeins tólf stig í kvöld eftir að hafa skorað þrettán stig í síðasta deildarleik þessara liða. Eitt af áhersluatriðum Vals fyrir leikinn var að stöðva hana. Darri var ánægður hvernig til tókst í leiknum. 

„Þetta er nýtt met hjá okkur. Hún skoraði þrettán í síðasta leik og tólf núna. Það er gott og það sem er jákvætt við þetta er að við erum að ná að gera sem erum að reyna að gera. Ég á hins vegar von á því að Sverrir lumi á ás í erminni og þær breyta einhverju en þá þurfum við að aðlagast líka,” sagði hann. 

Næsti leikur liðanna er á laugardaginn í Valsheimilinu. Darri vill meina að heimavöllurinn skipti ekki öllu máli í einvígi þessara liða enda hafi það sýnt sig í vetur. Hann var fyrst og fremst ánægður með að vera búinn að vinna einn leik sem færir liðinu nær markmiði sínu - að komast í lokaúrslitin. 

„Leikir þessara liða hafa sýnt að heimavöllurinn virðist ekki skipta það miklu máli. En það er frábært að vera búin að vinna einn af þremur, nú þurfum við bara að vinna tvo í viðbót staðinn fyrir þrjá og það er betra, “ sagði hann.

 

Aalyah Whiteside.Vísir/Andri
Sverrir : Við þrufum að spila að meiri krafti

Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, fannst liðið sýna slakan leik í kvöld gegn sterku liði Vals. Vörnin og skotnýting voru ekki nægilega góð þrátt fyrir að fá fullt af opnum skotum. 

„Þetta var frekar slakt hjá okkur og Valsstelpurnar voru bara betri en við, þær hittu hrikalega vel og við vorum bara ekki að spila nógu góða vörn og svo hittum við bara hrikalega illa. Þær loka rosalega vel á Brittanny hjá okkur og í leiðinni opnast mikið fyrir hinar. Við hittum bara svakalega illa. Stelpur sem hitta oft mjög vel þurfa að nýta skotfæri sín betur, það er bæði það og varnarleikurinn sem við þurfum að fara yfir og laga,“ sagði hann. 

Aðspurður hvort að hann þyrfti að bregðast sérstaklega við því hvernig Valskonur lokuðu á Brittanny Dinkins vildi Sverrir ekki meina svo. Liðið þyrfti bara að spila meiri krafti og betri vörn þá kæmi þetta. 

„Nei, það held ég ekki. Við þurfum bara að spila að meiri krafti. Það þýðir ekkert koma með svona hálfkák gegn svona sterku liði. Við þurfum bara að spila af meiri krafti og áræðni svo þarf varnarleikurinn okkar að vera mikið betri. Þær komast allt of auðveldlega undir körfuna til að hirða fráköst og við vorum í tómu basli með Kanann hjá þeim en hún var með eitthvað um fjörutíu stig og svo voru þær að hitta 50 prósent úr þriggja stiga nýtingu. Þær eru með nokkar stelpur sem eiga ekki að fá svona frí skot,“ sagði hann.

Darri Freyr Atlason.Vísir/Andri
Guðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri
Aalyah Whiteside.Vísir/Andri
Bergþóra Holton Tómasdóttir.Vísir/Andri
Guðbjörg Sverrisdóttir.Vísir/Andri
Bergþóra Holton Tómasdóttir.Vísir/Andri
Birna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri
Hallveig Jónsdóttir.Vísir/Andri
Aalyah Whiteside.Vísir/Andri
Dagbjört Dögg Karlsdóttir.Vísir/Andri
Dagbjört Samúelsdóttir.Vísir/Andri
Jóhann Guðmundsson, dómari.Vísir/Andri
Brittanny Dinkins.Vísir/Andri
Aalyah Whiteside.Vísir/Andri
Aalyah Whiteside.Vísir/Andri
Brittanny Dinkins.Vísir/Andri
Birna Valgerður Benónýsdóttir.Vísir/Andri
Brittanny Dinkins.Vísir/Andri
Irena Sól Jónsdóttir.Vísir/Andri
Jóhannes Páll Friðriksson, dómari.Vísir/Andri
Embla Kristínardóttir.Vísir/Andri
Thelma Dís Ágústsdóttir.Vísir/Andri

Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira