Íslenski boltinn

Fá bara fjóra frídaga fram að fyrsta leik í Pepsi-deildinni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólafur H. Kristjánsson.
Ólafur H. Kristjánsson. Stöð 2 Sport
Ólafur H. Kristjánsson tók í vetur við liði FH af Heimi Guðjónssyni og mun stýra Hafnarfjarðarliðinu í Pepsi-deild karla í fótbolta í sumar.

Ólafur leyfir fólki að fylgjast aðeins með álaginu á hans leikmenn á undirbúningstímabilinu en hann hefur sagt frá æfingaplönum liðsins inn á Twitter.

Í nýjustu dagskrá færslu FH-þjálfarans þá segir Ólafur frá því hvernig þetta verður hjá FH-liðinu á síðustu fjórum vikunum fram að móti.

Þar kemur fram að FH-strákarnir fá aðeins fjóra daga í frí á næstu 26 dögum og að FH-liðið muni spila fjóra æfingaleiki fram að fyrsta leik í Pepsi-deildinni.





FH-liðið mun spila við tvö Pepsi-deildarlið, Stjörnuna og ÍBV, og svo tvö Inkasso-lið, Selfoss og Leikni R. FH mun spila síðasta æfingaleik sinn sex dögum fyrir fyrsta leik.

Það er gott hljóð í Ólafi sem getur ekki beðið eftir því að „skemmtilegasta sumardeild í heimi“ hefjist.

Fyrsti leikur FH í Pepsi-deildinni verður á móti Grindavík laugardaginn 28. apríl næstkomandi.

Hér fyrir neðan má sjá hvernig álagið hefur verið á leikmenn FH-liðsins það sem af er árinu.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×