Birkir skoraði í Íslendingaslag │ Fréttamaður Sky missti sig

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Birkir í leik með Villa, en hann hefur verið að spila vel síðari hluta tímabilsins.
Birkir í leik með Villa, en hann hefur verið að spila vel síðari hluta tímabilsins. vísir/getty
Íslenski landsliðsmaðurinn Birkir Bjarnason var á skotskónum þegar lið hans Aston Villa sigraði Reading 3-0 í slag Íslendingaliða í ensku 1. deildinni í fótbolta.

Birkir skoraði fyrsta mark leiksins strax á fyrstu mínútu seinni hálfleik með laglegu skoti fyrir utan markteiginn eftir undirbúning Robert Snodgrass.

Conor Hourihane og Scott Hogan bættu við sitt hvoru markinu fyrir Villa sem sigraði örugglega.

Jón Daði Böðvarsson var ekki í leikmannahóp Reading en hann hefur verið að glíma við meiðsli og spilaði ekkert með íslenska landsliðinu í æfingaferð í Bandaríkjunum á dögunum.

Markið hjá Birki var í glæsilegri kantinum og var fréttamaður Sky Sports á Villa Park heldur betur hrifinn af tilburðum Íslendingsins eins og sjá má á þessu tísti.









Kári Árnason skoraði fyrsta mark Aberdeen sem sigraði Motherwell á útivelli í skosku úrvalsdeildinni.

Markið var nokkuð gegn gangi leiksins, en heimamenn í Motherwell höfðu verið með yfirhöndina í upphafi seinni hálfleiks eftir sterkan fyrri hálfleik gestanna. Kári skoraði með skalla eftir fyrirgjöf Kenny McLean. McLean var svo sjálfur á ferðinni aðeins þremur mínútum seinna.

Lokatölur urðu 2-0 og er Aberdeen níu stigum á eftir Celtic á toppi deildarinnar.









Bein lýsing

Leikirnir






    Fleiri fréttir

    Sjá meira