Enski boltinn

Umboðsmenn fengu tæpa 30 milljarða króna frá ensku liðunum

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Mo Salah er einn af þeim mönnum sem Liverpool keypti á síðasta ári og umboðsmenn græddu vel á honum eins og fleirum.
Mo Salah er einn af þeim mönnum sem Liverpool keypti á síðasta ári og umboðsmenn græddu vel á honum eins og fleirum. vísir/getty
Umboðsmenn knattspyrnumanna græða á tá og fingri eins og sést best á greiðslum til þeirra frá úrvalsdeildarfélögum á síðasta ári.

Liðin í ensku úrvalsdeildinni greiddu umboðsmönnum 211 milljónir punda síðasta árið en það gerir 29,5 milljarðar íslenskra króna. Það eru engir smá peningar.

Þetta er hækkun um 37 milljónir punda, 5 milljarða króna, milli ára.

Umbarnir græddu mest á Liverpool eða tæpar 27 milljónir punda og Chelsea kom þar rétt á eftir með rúmar 25 milljónir punda. Liverpool kom að nítján sölum á síðasta ári.

Heildargreiðslur frá öllum deildum Englands til umboðsmanna námu 257 milljónum punda. Einnig aukning um 37 milljónir punda milli ára.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×