Lífið

Grét þegar hann sá Dorrit og Ólaf Ragnar á fremsta bekk

Stefán Árni Pálsson skrifar
Ari Ólafsson flytur lagið Our Choice 8. maí í Lissabon.
Ari Ólafsson flytur lagið Our Choice 8. maí í Lissabon. myndvinnsla/hjalti
Ari Ólafsson verður annar á svið á fyrra undankvöldi Eurovision sem fram fer í Lissabon Í Portúgal í byrjun maí.

Þá flytur hann framlag Íslands, Our Choice, í Altice-höllinni þann 8. maí. Ásgeir Erlendsson vakti Ara á dögunum og kynntist honum í þættinum Ísland í dag á Stöð 2.

„Ég byrja daginn  í raun á því að svara tölvupóstum. Ég fékk til að mynda spurningar sendar frá einhverri bloggsíðu í Bretlandi og þurfti að svara þeim. Ég er með svona Google docs skjal með svörum sem ég nota í raun bara. Ég þarf kannski aðeins að laga þetta til en þetta eru nánast alltaf sömu spurningarnar,“ segir Ari.

Ari lék í Oliver Twist hér á landi aðeins 11 ára.

Ari er alltaf mjög hress í viðtölum.
„Ég fór einmitt að gráta á frumsýningunni þar líka. Þá voru Dorrit og Ólafur Ragnar, forseti, á fremsta bekk og ég fór bara að hágráta þegar ég sá þau. Ég var búinn að byggja upp voðalega spennu að forsetinn væri að koma á frumsýninguna. Þá var ég fyrst stressaður og fékk fyrsta kvíðakastið fyrir sýningu. Svo þegar ég átti að syngja lagið Hvar er ást, sem er aðal sóló lag Oliver Twist, þá grét á óstöðvandi allt lagið og yfir í næsta atriði.“

Ari segir að draumurinn sé að geta lifað á söng.

„Svo lengi sem ég get lifað á söng, átt konu og börn, þá er ég ánægður. Mig langar alveg að ná alla leið og verða heimsfrægur. Ég tek oft Hugh Jackman, leikara, mér til fyrirmyndar. Hann byrjaði í söngleikjum og varð síðan leikari.“

Ara langaði fyrst að verða uppistandari.

„Svo bara fattaði ég að ég er ekki fyndinn. Þetta er í raun eini brandarinn sem ég er með.“

Hér að neðan má sjá viðtalið við Ara í heild sinni.


Tengdar fréttir

Flaug út úr líkamanum og horfði á sjálfan sig syngja

Ari Ólafsson mun keppa fyrir Íslands hönd í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva í maí næstkomandi með lag sitt Our Choice. Ari segir sigurinn hafa komið sér gríðarlega á óvart og að tilfinningarnar hafi nær borið hann ofurliði í gærkvöldi.

Ari stígur annar á svið í Lissabon

Ari Ólafsson er annar á sviðið á fyrra undanúrslitakvöldinu í Lissabon þann 8. maí en þá flytur hann lagið Our Choice í Eurovision.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×