Adele gifti bestu vini sína

04. apríl 2018
skrifar

Söngkonan Adele hefur heldur betur bætt við ferilskránna sína en hún er núna komin með leyfi til að gefa fólk saman. Og það gerði hún fyrir bestu vini sína í janúar á þessu ári. 

Adele segir frá þessu á Instagramsíðu sinni en hún gifti grínistann Alan Carr og Paul Drayton við hátíðlega athöfn. Ekki nóg með það heldur sá Adele um skipulagninguna líka. Góð vinkona þarna á ferðinni. 

„Þið þekkið mig, ég nota allar afsakanir til að klæða mig upp,“ segir Adele á Instagram við mynd af sér í hvítum kjól með slá, greinilega við altarið í brúðkaupinu.