Lífið

Ari Eldjárn birtir brot af uppistandi í Ástralíu

Samúel Karl Ólason skrifar
Ari hefur vakið mikla lukku í Ástralíu.
Ari hefur vakið mikla lukku í Ástralíu. Vísir/Vilhelm
Grínistinn Ari Eldjárn birti á Facebooksíðu sinni bút úr uppistandi hans á uppistandshátíð Melborne í Ástralíu á dögunum. Myndbandið birti hann með textanum: Ástralska ævintýrið heldur áfram, en skrifað á ensku.

Ari mætti einnig í ástralska spjallþáttinn The Project og fór þar algjörlega á kostum eins og sjá má hér að neðan.

Sjá einnig: Ari Eldjárn ausinn lofi í áströlskum fjölmiðlum



Í uppistandi sínu fer Ari víða um íslenska siði og nefnir nokkrar skemmtilegar staðreyndir. Hann grínaðist einnig með það hvernig Íslendingar eru alltaf bestir í öllu, miðað við höfðatölu.

Sömuleiðis fjallaði hann um staðalímyndir sem hann komst í tæri við í störfum sínum sem flugþjónn.

Uppistandsbútinn má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×