Enski boltinn

Sjáðu myndbandið innan úr Manchester City rútunni

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það gekk mikið á.
Það gekk mikið á. Vísir/Getty
Það var ekki skemmtilegt fyrir leikmenn Manchester City að fara í gegnum hóp stuðningsmanna Liverpool fyrir leik liðanna í Meistaradeildinni í gær.

Liverpool baðst strax afsökunar á framkomu stuðningsmanna sinna í gærkvöldi þegar rúta með leikmönnum Manchester City mætti á Anfield. Pep Guardiola, knattspyrnustjóri Manchester City, gagnrýndi líka móttökurnar og sagði svona ekki sæma félagi eins og Liverpool.

Stuðningsfólk Liverpool hegðuðu sér þarna eins og verstu bullur og hentu öllu lauslegu í Manchester City rútuna. Rútan var stórskemmd á eftir og það þurfti að kalla á nýja rútu til að skila leikmönnum Manchester City til baka eftir tapið.

Aðstoðarmenn Pep Guardiola hjá Manchester City tóku upp myndband aþegar City rútan keyrði í gegnum hóp stuðningsmanna Liverpool. Það má sjá þetta myndband hér fyrir neðan.m





Það mætti halda að leikmenn Manchester City hafi stuðast mikið við þetta allt saman því Liverpool skoraði þrjú mörk hjá Manchester City á fyrsta hálftímanum og vann á endanum 3-0 sigur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×