Íslenski boltinn

Viðar Ari lánaður til FH

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Viðar Ari Jónsson er uppalinn hjá Fjölni.
Viðar Ari Jónsson er uppalinn hjá Fjölni. vísir/hanna
Bakvörðurinn Viðar Ari Jónsson hefur verið lánaður frá Brann í Noregi til FH í Pepsi-deildinni en frá þessu greina FH-ingar á Twitter-síðu sinni. Viðar Ari gekk í raðir Brann frá Fjölni fyrir síðustu leiktíð.

Þessi 24 ára gamli leikmaður sló í gegn með Fjölni í Pepsi-deildinni sumarið 2016 og var seldur til norska stórliðsins Brann síðasta vor. Hann spilaði átta leiki fyrir Brann á síðustu leiktíð en þurfti mikið að sitja á bekknum.

Viðar Ari spilaði 53 leiki í efstu deild fyrir Fjölni og aðra 32 í B-deildinni fyrir Fjölni áður en hann var seldur til Noregs en hann var einnig kominn í íslenska landsliðshópinn og á fimm leiki að baki fyrir strákana okkar.

FH-ingar eru að reyna að styrkja varnarlínu sína fyrir sumarið en öll varnarlínan frá því síðasta sumri yfirgaf liðið eftir síðustu leiktíð. Viðar Ari verður mikill liðsstyrkur fyrir FH-liðið.

Svona munum við eftir GrindavíkAndri Rúnar keyrði F1-bíl á fótinn á gaur




Fleiri fréttir

Sjá meira


×