Lífið

Sprenging í hlaupaseríu FH og Bose

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Lokahóf Hlaupaseríu FH og Bose fór fram í gærkvöldi.
Lokahóf Hlaupaseríu FH og Bose fór fram í gærkvöldi.
Lokahóf Hlaupaseríu FH og Bose fór fram í gærkvöldi í veislusal Sjónarhóls. Á fjórða hundrað manns mættu í lokahófið og fögnuðu þar eftir að hafa lagt mikið á sig í hlaupaseríunni í vetur. Stigahæstu keppendur hlaupaseríunnar voru þar verðlaunaðir ásamt því að heppnir keppendur fengu vegleg útdráttarverðlaun. Stigahæst í kvennaflokki hlaupaseríunnar var Agnes Kristjánsdóttir. Í öðru sæti var Jóna Dóra Óskarsdóttir og í þriðja sæti Ingveldur Hafdís Karlsdottir. Ingvar Hjartarson var stigahæstur í karlaflokki. Í öðru sæti var Bjarki Freyr Rúnarsson og í því þriðja var Arnar Pétursson.

„Það var gaman að sjá hversu margir tóku þátt í hlaupaseríunni í vetur. Það var meðal annars slegið þátttökumet í janúar og svo aftur í mars. Alls 321 hlauparar hlupu í marshlaupinu sem er met. Þátttakendur voru að ná fínum tímum og oft í nokkuð erfiðum aðstæðum í vetur. Við höfum náð að efla hlaupið mjög mikið og ekki síst með tilkomu Bose sem styrktaraðila," segir Hörður Halldórsson, formaður hlaupahóps FH.

Agnes Kristjánsdóttir, Ragnheiður Sveinbjörnsdóttir og Borghildur Valgeirsdóttir
Jóna Dóra Óskarsdóttir, Ingveldur Hafdís Karlsdóttir og Birna Íris Jónsdóttir
Valgerður Rúnarsdóttir og Erla Eyjólfsdóttir.
Egill Guðmundsson, Guðni Gíslason og Markús Sveinn Markússon.
Magnús Þór Arnarson og Jósep Magnússon.
Agnes Kristjánsdóttir, Jóna Dóra Óskarsdóttir og Ingveldur Hafdís Karlsdóttir.
Bjarki Freyr Rúnarsson og Ingvar Hjartarson.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×