Lífið

Ant McPartlin keyrði undir áhrifum áfengis

Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar
McPartlin klessti á tvo bíla og síðar kom í ljós að hann reyndist hafa verið undir áhrifum áfengis.
McPartlin klessti á tvo bíla og síðar kom í ljós að hann reyndist hafa verið undir áhrifum áfengis. Vísir/afp
Ant McPartlin, breskur sjónvarpsmaður og leikari, var valdur að árekstri í suðvestur Lundúnum seint í síðasta mánuði. McPartlin klessti á tvo bíla og síðar kom í ljós að hann reyndist hafa verið undir áhrifum áfengis.

Í einni bifreiðinni var fjögurra ára stúlka sem þurfti að fara á spítala til aðhlynningar. Telegraph segir frá.

Vínandamagn mannsins reyndist hafa verið 75 míkrógrömm þegar hann var mældur sem er tvöfalt yfir mörkum. Hann var í kjölfarið handtekinn.

Honum hefur verið vikið tímabundið frá störfum en hann, ásamt Declan Donnelly, eru kynnar gamanþáttarins Saturday Night Takeaway. McPartlin skráði sig í áfengismeðferð skömmu eftir atvikið.

Donnelly þurfti af þessum sökum að kynna einn í þættinum. Hann var fremur taugaóstyrkur en reyndi að létta andrúmsloftið með brandara, hann sagði að vinnuálagið væri nú tvöfalt, og gerði þar með grín af McPartlin sem, eins og áður sagði, mældist tvöfalt yfir mörkum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×