Enski boltinn

Klopp: Fullkomlega sáttur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Klopp er bara brosandi og kátur yfir úrslitunum.
Klopp er bara brosandi og kátur yfir úrslitunum. vísir/getty
Jurgen Klopp er fullkomlega sáttur við niðurstöðuna í leik sinna manna í Liverpool gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni í dag, en liðin skildu jöfn 0-0 í bragðdaufum leik á Goodison Park.

„Við stjórnuðum leiknum í 60 mínútur og svo varð allt voða tilfinningaþrungið. Á svoleiðist stundum verðum við að stjórna leiknum, sem við gerðum ekki,“ sagði Klopp eftir leikinn.

„Að lokum voru tvær fyrirgjafir þar sem þeir komust nálægt því að skora svo ég er fullkomlega sáttur við niðurstöðuna. Héldum hreinu og góður varnarleikur.“

Loris Karius átti frábæra vörslu frá Yannick Bolasie í fyrri hálfleik sem Klopp var að vonum ánægður með.

„Vel gert. Ég sá ekki afhverju boltinn hafði skipt um stefnu en það var hann, ég sá það svo á skjánum. Vel gert.“

„Mikilvæg úrslit fyrir okkur, stig á útivelli og stutt eftir í endamarkið. Nú höldum við áfram og undirbúum okkur fyrir næsta leik,“ sagði Jurgen Klopp.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×