Lífið

Miðasala á aukatónleika Skálmaldar hefst í hádeginu

Stefán Árni Pálsson skrifar
Vinsældir Skálmaldar eru miklar og eftirspurnin eftir að hljómsveitin og Sinfó tækju saman höndum aftur var mikil.
Vinsældir Skálmaldar eru miklar og eftirspurnin eftir að hljómsveitin og Sinfó tækju saman höndum aftur var mikil. Lalli Sig
Miðar á Skálmöld og Sinfóníuhljómsveit Íslands seldust upp á einungis tólf mínútum þegar þeir fóru í sölu í síðustu viku.

Vegna gríðarlegra vinsælda og fjölda áskorana var því strax ákveðið að bæta við aukatónleikum þann 23. ágúst kl. 20:00. 

Miðasala á aukatónleikana hefst klukkan tólf í dag og fer fram á tix.is.

Tónleikar hljómsveitarinnar í nóvember 2013 vöktu  athygli og komust færri að en vildu. Á tónleikum í ágúst næstkomandi verður töluvert af nýju efni í bland við lög sem aðdáendur sveitarinnar þekkja í þaula.


Tengdar fréttir

Seldist upp á 12 mínútum

Miðar á tónleika Skálmaldar og Sinfó í ágúst seldust upp á örskotsstundu. Snæbjörn Ragnarsson segir að unnið sé að því hörðum höndum að setja saman þriðju tónleikana en gríðarlegur fjöldi kemur að þeim og því þurfa margir frá að hverfa.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×