Lífið

Kimmel biðst afsökunar í kjölfar rifrildis við Hannity

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar
Jimmy Kimmel biðst afsökunar á rifrildi við Sean Hannity.
Jimmy Kimmel biðst afsökunar á rifrildi við Sean Hannity. Skjáskot
Jimmy Kimmel, spjallþáttastjórnandi, hefur beðið þá sem hann kann að hafa móðgað afsökunar eftir rifrildi við Sean Hannity, þáttastjórnanda á Fox, síðustu daga.

Kimmel birti afsökunarbeiðnina á twitter-síðu sinni á sunnudagskvöld. Hann segist sjá eftir napuryrðum sem féllu á milli þeirra Hannity og segir svona hegðun skaðlega samfélaginu.

Kimmel var gagnrýndur fyrir hommahatur þegar hann ýjaði að því að tryggð Hannitys við forsetann væri vegna kynferðislegs sambands þeirra. Hann segist ekki hafa ætlað að gera lítið úr samkynhneigðum eða móðga þá og biðst því afsökunar.

Kimmel segist vona að Hannity læri einnig af þessu. Hann bætir við í kímni að hanni voni að Hannity haldi áfram nýuppgötvaðri baráttu sinni fyrir kvenréttindum, innflytjendum og forsetafrúm. 

Stuttu eftir að Kimmel birti færsluna svaraði Hannity þar sem hann segist ætla að svara afsökunarbeiðni Kimmel í þætti sínum á Fox í kvöld.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×