Lífið

Harry og Meghan vilja ekki brúðkaupsgjafir

Ingibjörg Sara Guðmundsdóttir skrifar
Harry Bretaprins og Meghan Markle vilja frekar að gestir gefi til góðgerðarsamtaka.
Harry Bretaprins og Meghan Markle vilja frekar að gestir gefi til góðgerðarsamtaka. Vísir/Getty
Harry Bretaprins og unnusta hans Meghan Markle, hafa beðið brúðkaupsgesti að gefa til góðgerðarmála frekar en að færa þeim brúðkaupsgjafir. Samkvæmt frétt BBC munu gestirnir fá að velja hvorn kostinn þeir vilji frekar.

Parið hefur valið sjö góðgerðarsamtök. Talskona fyrir parið segir þau vera himinlifandi yfir velvildinni í sinn garð. Þau vilji að sem flestir njóti góðs af gjafmildi sem þeim er sýnd.

Góðgerðarsamtökin sem þau völdu tengjast mörgum, ólíkum málefnum sem þau hafa ástríðu fyrir og tengjast þau þessum samtökum ekki. Þetta eru góðgerðarsamtökin sem parið valdi: CHIVA (Children‘s HIV Association), Crisis, The Myna Mahila Foundation, Scotty‘s Little Soldiers, StreetGames, Surfers Against Sewage og The Wilderness Foundation UK.

Harry og Meghan fylgja fordæmi Vilhjálms og eiginkonu hans Katrínar. Rúmlega ein milljón punda safnaðist til góðgerðarmála þegar þau giftu sig árið 2011.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×