Lífið

Brýtur pappírsskutlur í origami stíl

Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifar
John Collins með eina af skutlunum sínum.
John Collins með eina af skutlunum sínum. skjáskot/Youtube
John Collins er betur þekktur sem pappírsskutlumaðurinn en hann hefur í mörg ár reynt að fullkomna listina að brjóta pappírsskutlur. Collins hreyfst af því hvernig mismunandi hlutir gætu flogið. Hann lærði og tileinkaði sér listina að brjóta pappír í svokölluðum origami stíl og nýtti sér þá tækni til þess að þróa og hanna pappírskutlur.

Fyrir sex árum síðan sló Collins heimsmetið í pappírsskutlu kasti þar sem skutlunni var kastað 69,14 metra. Collins hannaði skutluna en það var Joe Ayoob leikstjórnandi sem kastaði henni svona lystilega vel.

Í meðfylgjandi myndbandi má sjá hönnun Collins á hinum ýmsu skutlum. Þetta gæti verið hið skemmtilegasta páskaföndur fyrir fjölskylduna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×