Handbolti

Barcelona kastaði frá sér sex marka forystu og er úr leik

Anton Ingi Leifsson skrifar
Aron í leik með Barcelona.
Aron í leik með Barcelona. vísir/getty
Aron Pálmarsson og félagar í Barcelona eru úr leik í Meistaradeildinni eftir samanlagt tap gegn Montpellier í 16-liða úrslitunum.

Aron og félagar töpuðu fyrri leiknum með þriggja marka mun, 28-25, í fyrri leiknum eftir að staðan hafi verið jöfn 13-13 í hálfleik.

Barcelona var einu marki yfir í kvöld, 15-14, og í síðari hálfleik voru þeir komnir í góða forystuna. Þeir náðu mest sex marka forystu en algjörlega köstuðu leiknum frá sér.

Eftir að hafa verið 26-20 skoruðu Montpellier fimm mörk í röð og minnkuðu muninn í eitt mark. Að lokum vann Barcelona bara með tveimur mörkum, 30-28, og eru því úr leik; samtals 55-56.

Aron Pálmarsson skoraði tvö mörk fyrir Barcelona en þetta eru mikil vonbrigði fyrir spænska liðið sem varð meistari á dögunum á Spáni eins og svo oft áður.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×