Íslenski boltinn

Níu ár síðan að Lengjubikarmeistararnir urðu Íslandsmeistarar

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Breiðablik vann Lengjubikarinn vorið 2015 en náði ekki að vinna Íslandsmótið um sumarið. Eitt af átta liðum frá og með 2010.
Breiðablik vann Lengjubikarinn vorið 2015 en náði ekki að vinna Íslandsmótið um sumarið. Eitt af átta liðum frá og með 2010. vísir/andri marinó
Valur, Stjarnan, KA og Grindavík eru öll komin í undanúrslit Lengjubikarsins í fótbolta og nú er spurning hvert þeirra vill storka örlögunum. Lengjubikargrýlan hefur braggast vel síðustu ár.

Stefan Arnar Ómarsson tók það saman á Twitter hversu oft lið sem vinnur Lengjubikarinn um vorið hefur fagnað sigri á Íslandsmótinu um haustið.

Þar kom í ljós að það hefur bara gerst einu sinni og síðan eru liðin níu ár. FH-liðið frá 2009 er eina karlaliðið frá 2007 sem hefur náð að vinna bæði Lengjubikarinn og Íslandsmótið á sama ári.

KR hefur unnið Lengjubikarinn undanfarin tvö tímabil en í hvorugt skiptið endað meðal tveggja efstu liða. KR varð í fjórða sæti í Pepsi-deildinni í fyrra og í þriðja sæti árið á undan.





Það er ekki nóg með að Lengjubikarmeistararnir hafi ekki náð að vinna Pepsi-deildina undnafarin átta tímabil heldur hafa Lengjubikarmeistararnir aðeins tvisvar sinnum náð verðlaunasæti.

Lengjubikarmeistarar FH 2014 og Lengjubikarmeistarar Breiðabliks 2015 urðu í öðru sæti. FH liðið frá 2014 tapaði Íslandsmeistaratitlinum á markatölu.

Undanúrslitaleikur Vals og Stjörnunnar fer fram á Valsvelli á föstudaginn en undanúrslitaleikur KA og Grindavíkur verður spilaður á Akureyri á fimmtudaginn í næstu viku.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×