Innlent

Ætlar að banna mismunun

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Ásmundur Einar Daðason
Ásmundur Einar Daðason Vísir/ernir
Ásmundur Einar Daðason, félags- og jafnréttismálaráðherra, hefur lagt fram á Alþingi frumvörp um jafna meðferð á vinnumarkaði og um jafna meðferð fólks óháð kynþætti og þjóðernisuppruna.

Í frétt á vef ráðuneytisins bendir Ásmundur á að hinar Norðurlandaþjóðirnar og önnur Evrópuríki hafi þegar innleitt tilskipun Evrópusambandsins um jafna meðferð óháð kynþætti eða þjóðernisuppruna eða endurspeglað efni hennar í landsrétti sínum.

Þá sé uppi skýr krafa af hálfu Mannréttindaráðs Sameinuðu þjóðanna og sérfræðinganefndar félagsmálasáttmála Evrópu að hér verði sett lög um bann við mismunun á grundvelli kynþáttar og þjóðernisuppruna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×