Lífið

Stútfullt og stemning á forsýningu Vítis í Vestmannaeyjum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Þessir krakkar voru ánægðir með útkomuna.
Þessir krakkar voru ánægðir með útkomuna. myndir/ernir
Kvikmyndin Víti í Vestmannaeyjum, eftir samnefndri bók Gunnars Helgasonar, var forsýnd í gær við góðar viðtökur.

Mikið fjölmenni mætti til að gleðjast með leikstjóranum sem og að sjá dýrðina á hvíta tjaldinu.

Frægir foreldrar kíktu við með börnunum sínum og gengu glaðir út í kvöldið eftir kraftmikla sýningu.

Víti í Vestmannaeyjum er fjölskyldumynd með vísun í sannsögulega atburði. Myndin er byggð á fyrstu bókinni í vinsælum barnabókaflokki eftir Gunnar Helgason sem notið hefur mikilla vinsælda.

Síðasta bókin af fjórum kom út árið 2014 en Bragi Þór Hinriksson, sem leikstýrði Sveppamyndunum, leikstýrir myndinni.



Einar Örn Jónsson, íþróttafréttamaður á Rúv, ásamt dóttur sinni. Einnig má sjá Felix Bergsson og Baldur Þórhallsson.
Jóhann G. Jóhannsson með fjölskyldunni en hann leikur í myndinni.
Gunnar Helgason og Bragi Þór eru mennirnir á bakvið Vítið í Vestamannaeyjum.
Sveppi mætti með börnin.
Robbi Kronic mætti með son sinn sem leikur stórt hlutverk í kvikmyndinni.
Hressir feðgar í gærkvöldi.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×