Innlent

Bein útsending: Staða ferðaþjónustunnar og áhrif á kosningar í Víglínunni

Misnotkun á persónuupplýsingum af Facebook og tilraunir hulduaðila til að hafa áhrif á Alþingiskosningar eru á meðal þess sem rætt verður í Víglínunni í beinni útsendingu og opinni dagskrá á Stöð 2 í dag. Þá verður rætt um stöðu ferðaþjónustufyrirtækja.

Mál breska greiningafyrirtækisins Cambridge Analytica vakti mikla athygli í vikunni en fyrirtækið hefur verið sakað um að beita ólögmætum aðferðum til að safna persónuupplýsingum sem síðan voru notaðir til að hafa áhrif á kosningar í ýmsum löndum. Tíu þingmenn úr fimm flokkum hafa óskað eftir því að Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra flytji munnlega skýrslu um stöðu þessara mála hér á landi og hvort hulduaðilar hafi reynt hafa áhrif á Alþingiskosningar.

Þingmennirnir Jón Þór Ólafsson og Jón Steindór Valdimarsson mæta í Víglínuna til þess að ræða þessi mál.

Umhverfisráðherra og ráðherra ferðamála kynntu í vikunni um úthlutun á ríflega tveimur komma átta milljörðum til uppbyggingar á fjölsóttum ferðamannastöðum. Enn er deilt um gjaldtökuleiðir varðandi ferðamenn og krónan heldur áfram að styrkjast  sem dregur úr samkeppnishæfni Íslands. Helga Árnadóttir framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, situr fyrir svörum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×