Enski boltinn

Wenger ósáttur með aldursfordóma

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það er pressa á Arsene Wenger, stjóra Arsenal.
Það er pressa á Arsene Wenger, stjóra Arsenal. vísir/getty
Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, segist þurfa að sitja undir aldursmismunun þegar enn einu sinni er efast um framtíð hans hjá Lundúnafélaginu.

Fyrrum stjóri Borussia Dortmund, Thomas Tuchel, hefur verið sterklega orðaður við stjórastöðuna hjá Arsenal síðustu daga.

„Þú reynir að einbeita þér að því að gera vel fyrir félagið og hunsa allt annað,“ sagði Wenger í viðtali við BeIN Sport.

„Eftir því sem þú verður eldri þá verður þetta meira að mismunun vegna aldurs.“

„Ég get tekið gagnrýni ef úrslitin eru ekki nógu góð, en það að vera alltaf að tengja þetta við hversu lengi ég hef verið hjá félaginu, hversu gamall ég er, það er erfitt að kyngja því,“ sagði Arsene Wenger.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×